www.biodiversity.vision

Rúllaðu niður til að skrá þig í herferð Biodiversity Vision


Þú getur notað valkostina fyrir ofan (☰ á farsímum) eða örvarnar hér fyrir neða til að fara á milli vefsíðna vefsetursins

Sýn um líffræðilega fjölbreytni,

en ekki tortímingu


Jörðin þarf á þér að halda til að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni!


Líffræðileg fjölbreytni jarðar (tegundum og fjöldi plantna, dýra, annara lífsforma og búsvæða) hrakar, bæði svæðisbundið og á heimsvísu og ekki bara það heldur hrönunin áfram hraðar og hraðar. Margar tegundur lífvera eru að deyja út. Tegundir eins og apar, fuglar, firðildi, plöntur og vistkerfi eru að hverfa að eilífu. Umfang útdauðans og hættan á útdauða tegunda er hryllileg.

Hvarf lífræðilegra fjölbreytni stafar af gjörðum mannsskepnunar og aðgerðarleysi. Við getum ekki látið það verða arfleið núverandi kynslóðar (fyrir komandi kynslóðir) að við leyfum þessu að ske.

Head Shot Portrait of Beautiful Clouded Leopard Neofelis Nebulosa

Saman getum við tekið á aðgerðarleysinu!

Við höfum aðgerðaráætlun (sjá hér fyrir neðan) til að fá stjórnvöld til að taka virkilega á viðfangsefninu líffræðileg tortíming. En til þess að þetta virki þurfum við og náttúrun virkilega á þinni hjálp að halda.

Það tekur einungis nokkrar mínútur og kostar þig ekki neitt!

  • Skráðu þig í herferðina. Herferð sem nær til almennings or stjórnmálamanna um að gera það sem vísindamenn mæla með til að hindra líffræðilegu tortímingu.

  • og hjálpaðu að dreifa þessum skilaboðum um allt (að fá sem flesta til að heimsækja okkar vefsetur og skrá sig).

Aðgerðaráætlun okkar um að viðhalda líffræðilega fjölbreytni er skýr:

Click on the little arrows ˅ below and to the right of each point for more details

tryggjum líffræðilega fjölbreytni (Biodiversity vision)

með heims herferð til bæta líffræðilega fjölbreytni... (Lesa meira)

Við krefjumst umfangsmikila aðgerða að hálfu ríkisstjórna. Það þarf að skilgreina og / eða kaupa land til að auðvelda lífríkinu að færa sig til. Það er að segja að búa til samfelld græn svæði sem ná frá láglendi til hálendis og frá suðri til norðurs yfir heilu heimsálfurnar; til að tryggja að lífríkið geti flutt sig til vegna breytts veðurfars. Það þarf að hrynda af stað mörgum littluml og stórum verkefnum sem leiða til betrun og vernd lífræðilegar fjölbreytni bæði hvað snertir lífræðileg búsvæði og ákveðna tegunda.

An insect on the street. The green grasshopper looks at the camera.

með því að koma því á framfæri sem umstendur vísindaleg samstaða

bæði til almennings og með stuðningi almennings til yfirvalda um... (Lesa meira)

Við höfum ekki hitt neinn vísindamann í hvaða grein sem er sem heldur því fram að það sé verið að gera nóg til að vernda líffræðilega fjölbreytni! Jafnvel þó það sem ýmis góð verkefni í gangi eru vísindamenn samróma um það að það sé verið að gera of lítið. Aftur á móti virðist svo vera að almenningur sé ekki full meðvitaður um hversu alvarlegt ástandið er og þar af leiðandi er ekki nógur þrýstingur á stjórnmálamenn and stórauka verndun líffræðilegrar fjölbreytni.

Við lýtum á okkar verkefni sem þríþætt:

  • Að gefa vísindamönnum sameiginlega rödd, því þó þeir séu staðfastir í þeirri trú að það sé ekki verið að gera nóg eru þeir eiginlega ekki að hrópa þessa skoðun.

  • Að hvertja stjórnmálamenn að gera þetta að kosningarefni

  • Að fá almenning til að meta nauðsyn líffræðilegrar fjölbreytni og krefjast stjórnmálalegrar aðgerða. Grósrótar nálgun.

Stjórnmálamenn verða að meta hversu áríðandi líffræðilegur fjölbreytni er óháð hvar í flokki þeir standa. Viðhorf sem þarf að vera stutt af almenningi og vísindamönnum. Þetta eru nauðsynlegar forsendur til þess að ráðist verði í aðgerðir af þeirri stærðargráðu sem verndun líffræðilegs fjölbreytileika jarðar kallar á.

Panther chameleon Furcifer pardalis from Madagascar, perched on a branch

að taka alvöru aðgerðir

því án þeirra heldur tortíming líffræðilegra fjölbreytni áfram... (Lesa meira)

Við (Biodiversity Vision) munum hvetja stjórnvöld til að leggja til hliðar verulega fjármuni til að efla og vernda líffræðilega fjölbreytni. Það sem gert hefur verið hingað til er of lítið: hin dramatíska fækkun tegundanna eykst hraðar og hraðar. Semsagt við stefnum hraðar og hraðar í þveröfuga átt. Fleiri og fleiri tegundum go búsvæðum er ógnað. Yfir þriðjungur allra froskdýra tegunda um heim allan er í útrýmingarhættu. Skordýrastofnar minnka um allan heim á áður óþekktum hraða sem leiðir svo til að aðrar tegundir hærra í fæðukeðjunni eru í mikilli útrýmingarhættu. Þetta eru aðeins tvær vísbendingar um áframhaldandi stórfellt tegundartap um allan heim. Það verður að stöðva þetta! Stóra markmið okkar er að stjórnvöld um heim allan úthluti 2% af vergri landsframleiðslu (VLF) til verndar og auka eflingu á fjölbreytileika *. Við skuldum komandi kynslóðum okkar að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika jarðar. Þetta er afar mikilvægt vegna þess að náttúra og líffræðilegur fjölbreytileiki eru grunnurinn að okkar eigin tilveru. Og það sem meira er, heimur án allra þessara tegunda og áhugaverðra búsvæða er ólýsanlega sorglegur og leiðinlegur.


*Til samanburðar eru margar þjóðir að stefna á 2% í hernaðarvarnir. Að verja líffræðilega fjölbreytni hlýtur að vera að minnsta kosti jafn áríðandi!

Við þurfum á þinn og annara hjálp að halda:

Til að byggja upp herferð til að fá stjórnmálamenn til að taka á vanda líffræðilegs fjölbreytileika af meiri hörku heldur en bara þær yfirborðskendu aðgerðir sem eru stundaðar í dag.

Ef þú hefur ekki þegar skráð þig rúllaðu aftur upp og skráðu þig með netfanginu þínu og mæltu með því að aðrir geri það líka (helst við alla sem þú þekkir). Þannig tryggir þú að þessi áríðandi skilaboð um að sýna málinu lit haldi áfram að dreifast. Tengilinn við okkar síðu er www.biodiversity.vision eða https://www.biodiversity.vision Þú getur afritað tengilinn og set í samfélgasmiðla þína og/eða notað tenglana á botni þessara síðu. Einnig í neðanmálskafla er að finna QR kóða sem hægt er að taka mynd af og deila með öðrum í persónu með hjálp QR lesara.

Þú getur líka:

Kíktu á Biodiversity Extinction síðu, okkar hvatningu, yfirgrips síðu og algengar spurningar og svör. Hikaðu ekki við að hafa samband.

Klikkaðu á grænu örina til að fara yfir á næstu síðu: